Háskólasetur Vestfjarða hefur frá byrjun lagt áherslu á að vera til fyrir Vestfirðinga. Snemma var tekin ákvörðun um að breitt fjarnámsframboð og gott utanumhald myndi þjóna þeim Vestfirðingum best sem vilja mennta sig í heimabyggð, en að staðbundið nám myndi þjóna best uppbyggingu Vestfjarða í heild og verða til þess að Háskólasetrið yrði liður í jákvæðri íbúaþróun og ímyndabreytingu til framtíðar.