Nemendur Háskólaseturs búa á mörgum stöðum á Ísafirði. Lengst af voru íbúðir þar sem nemendur deildu með sér baðherbergi og eldhúsi algengasti valkosturinn, en framboð á einstaklingsíbúðum fyrir nemendur var lítið.

Frá hausti 2023 standa til boða stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða. Fyrstu nemendurnir gátu flutt inn í fyrri bygginguna í september en húsin voru formlega vígð í desember 2023.

Á þessari síðu fá nemendur upplýsingar um þau búsetuform sem í boði eru og hvar að finna frekari upplýsingar. Tilvonandi nemendur eru sjálfir ábyrgir fyrir að tryggja sér húsnæði.

Nemendum sem hefja nám hjá Háskólasetri er veittur forgangur í stúdentagörðum til 15. maí árlega, en eftir það er farið eftir biðlista